Skip to the content

Flota- og tækjalausnir

Annata Dynamics IDMS er hugbúnaðarlausn sniðin að fyrirtækjum sem stunda viðskipti með tæki, stór sem smá – allt frá kaffivélum til vörubifreiða. Lausnin styður við og auðveldar utanumhald m.a. kaup og sölu, fjármögnun, utanumhald samninga, ábyrgðir, þjónustu, tækjaleigu, varahlutameðhöndlun og margt fleira.

Lausnin er byggð á traustum grunni, en hún er viðbót við Microsoft Dynamics AX. Hún hefur verið í stöðugri þróun allt frá stofnun Annata, og er í daglegri notkun hjá tugum þúsunda notanda um allan heim - hjá framleiðendum tækja, innflytjendum, sölu- og þjónustuaðilum, en einnig á sviði landbúnaðar, matvinnslu, verkfæra- og tækjaleigu o.fl

Tækjafloti fyrirtækja getur verið að ýmsum toga, allt frá verkfærum og einföldum vélum til bifreiða og framleiðsluvéla. Allt hafa þessi tæki það sameiginlegt að þarfnast góðrar skráningar frá framleiðslu eða kaupum, allt þar til þau eru tekin úr notkun eða eytt. Auðveld, skýr og rétt skráning upplýsinga er lykillinn að góðum rekstri fyrirtækja – til að halda kostnaði í lágmarki, til að tryggja að lagaleg skilyrði séu uppfyllt, en einnig að tæki séu meðhöndluð af réttum þjónustuaðilum af festu og öryggi.