Skip to the content

Leigulausnir

Annata Dynamics IDMS er hugbúnaðarlausn sniðin að fyrirtækjum sem stunda viðskipti með tæki, stór sem smá – allt frá kaffivélum til vörubifreiða. Lausnin styður við og auðveldar utanumhald m.a. kaup og sölu, fjármögnun, utanumhald samninga, ábyrgðir, þjónustu, tækjaleigu, varahlutameðhöndlun og margt fleira.

Lausnin er byggð á traustum grunni, en hún er viðbót við Microsoft Dynamics AX. Hún hefur verið í stöðugri þróun allt frá stofnun Annata, og er í daglegri notkun hjá tugum þúsunda notanda um allan heim - hjá framleiðendum tækja, innflytjendum, sölu- og þjónustuaðilum, en einnig á sviði landbúnaðar, matvinnslu, verkfæra- og tækjaleigu o.fl

Lausnin er sniðin að þjónustu og leigu ökutækja, verkfæra, iðnvéla og annarra tækja af ýmsum stærðum og gerðum. Hvort sem er til lengri eða skemmri tíma, einstaklinga eða fyrirtækja.

Annata Dynamics IDMS styður einnig við ástandsskoðanir og eftirfylgni, þjónustu og stand-setningu tækja.