Skip to the content

Orkulausnir

UMAX er lausn sem styður við orkufyrirtæki, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði (B2C og B2B) varðandi ferla í þeirra kjarnastarfsemi og daglegum rekstri. UMAX nær yfir öll skref í virðiskeðjunni með sveigjanlegri lausn sem getur aðlagað sig að breytilegu umhverfi. Lausnin felur í sér aðferðafræði sem rammar inn þá starfshætti sem þarf til að styðja við rekstur orkufyrirtækja en lausnin byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem hefur fengist í gegnum árin við innleiðingu á lausninni bæði á Íslandi og alþjóðlegum markaði.