Skip to the content

Rafræn markaðssetning

Markaðssetning á vörum og þjónustu færist sífellt meira frá hefðbundnum prent- og ljósvakamiðlum yfir í stafræna miðla.  Með rafrænum samskiptum er hægt að markhópagreina viðskiptavini betur og klæðskerasníða markaðssetningu að þeirra þörfum í stað þess að senda sömu skilaboð á allan hópinn. Þannig er hægt að kynnast viðskiptavinum betur og veita þeim betri þjónustu.

Annata býður upp á viðbótarlausnir við Microsoft Dynamics CRM til að stýra rafrænni markaðssetningu og nýta upplýsingar sem við eigum um viðskiptavini til að veita þeim betri þjónustu (ClickDimensions) sem og að nýta utanaðkomandi markaðslista í CRM, Marketing List Match.

Annata býður upp á viðbótarlausn við Microsoft Dynamics CRM, ClickDimensions.  Helstu einingarnar í þeirri lausn eru útsending á markpósti og eftirfylgni, sjálfvirkni í markaðsstarfi (campaign automation) sem styður við sölu- og þjónustuferla án þess að starfsmenn komi þar að, vefkannanir og vefform, lendingarsíður fyrir efni, stjórnun viðburða og margt fleira.

Marketing List Match - Upplýsingar úr aðkeyptum listum eða öðrum greiningartólum

Viltu geta notað upplýsingar úr utanaðkomandi gögnum í CRM?

Til að búa til markhópa á staðlaðan hátt í CRM þurfa öll greiningargögn að vera til staðar í kerfinu. Með Marketing List Match er auðvelt að setja fyrirtæki, tengiliði og einstaklinga í markhópa eftir utanaðkomandi listum eða öðrum greiningartólum.

Hverjir eru kostir Marketing List Match?

  • Upplýsingar þurfa ekki að vera til staðar í CRM kerfinu - nota má gögn úr öðrum skrám, til dæmis úr Excel listum
  • Minnkar handavinnu við markhópagerð
  • Einfalt og aðgengilegt fyrir alla notendur sem vinna að gerð markhópa
  • Lækkar kostnað og minnkar þörfina á samþættingu við önnur kerfi