Skip to the content

Rafræn viðskipti

Rafræn viðskipti (CMF) frá Annata er lausn sem styður við notkun á mismunandi rafrænum skjölum á milli viðskiptaaðila sem partur af sölu-, innkaupa- eða verkhluta Dynamics AX með samfelldum samskiptum. Þessi lausn styður eftirfarandi:

 • EDIFACT – Sending og móttaka á eftirfarandi skeytum:
  • ORDERS – Pantanir
  • ORDRSP – Pantanasvör
  • INVOIC – Reikningar
  • RETANN – Kreditnótur (úthleypur)
  • PRICAT - Vörulistar
 • NESUBL
  • Sending á reikningi
  • Móttaka á hráefnisreikningi (innkaupapantanir)
 • CEN/BII staðla
  • Sending á reikningi
  • Móttaka á hráefnisreikningi (innkaupapantanir)
 • Staðfesting og villumeðhöndlun á mótteknum skeytum
 • Full skil á milli sendinga og burðarlagsins
  • Því er hægt að nota hvaða burðarlag sem er til að senda/móttaka skeyti s.s.
   • Íslenskir skeytamiðlarar
   • Skot EDI
   • Skráarkerfi
   • FTP
   • HTTP-POST

Rafræn samþykkt reikninga er kerfi (Scannata) sem gefur kost á skönnun og birtingu fylgiskjala til samþykktar og uppáskriftar. Skönnun og tenging mynda við skráða reikninga er framkæmd beint í notendaviðmóti Axapta og ekki er þörf á að fara í sérstakt ytra forrit til skönnunar eða tengingar.

Með Rafræna bankakerfinu spara notendur sér tíma við innskráningu og afstemmingu gagna, m.a. með sjálfvirkri jöfnun milli reikninga- og greiðslufærslu. Villuhætta er minnkuð með auknu öryggi við skráningu þar sem grunnur að kröfum til innheimtu og reikningum til greiðslu er byggður á greiðslutillögum sem unnar eru vélrænt.