Skip to the content

Samskiptayfirlit

Reynist erfitt að leita í samskiptasögunni og finna réttu samskiptin? Vantar þig góða yfirsýn yfir allar snertingar við viðskiptavini þína?

Annata býður upp á öfluga viðbót við Microsoft Dynamics CRM, Activity Search, sem veitir notendum nýja og betri möguleika í leit að samskiptum við viðskiptavini og tengiliði á einfaldan og öruggan hátt.

Tímalínan veitir notendum myndræna sýn yfir allar snertingar við viðskiptavini sem skráðar eru í Microsoft Dynamics CRM og frá öðrum kerfum.

 

Activity Search er öflug viðbót við CRM sem veitir notendum nýja og betri möguleika í leit að samskiptum við viðskiptavini og tengiliði á einfaldan og öruggan hátt.

Hverjir eru kostir Activity Search?

 • Aðgengilegt á vinnusvæði í CRM en einnig á viðskiptamanna- og tengiliðaspjaldi
 • Hægt að leita í innihaldi samskipta og í viðtakendalista
 • Leitar í stöðluðum og sérsniðnum samskiptum
 • „Preview" gluggi í leitinni - óþarfi að opna samskipti til að skoða innihald
 • Samskiptasagan sýnir hvort samskipti innihalda viðhengi
 • Styður innbyggðar aðgangsstýringar
 • Sparar tíma við leit í samskiptasögu og eykur yfirsýn

 

Með Tímalínunni sér notandi yfirlit yfir helstu snertingar svo sem tölvupósta, símtöl, fundi, sölutækifæri, tilboð, mál og ábendingar en auk þess upplýsingar úr öðrum kerfum eins og pantanir og reikninga.

 • Birtir yfirlit samskipta, sölutækifæra, tilboða og mála úr CRM á tímalínu fyrir fyrirtæki og einstaklinga
 • Mögulegt að bæta snertingum úr öðrum kerfum á tímalínu svo sem pöntunum og reikningum úr viðskiptakerfi
 • Birtir upplýsingar um tegund snertingar, titil, dagsetningu, upprunakerfi og hver skráði ásamt deild viðkomandi
 • Hægt að smella á snertingu og skoða innihald í CRM ef réttindi leyfa
 • Hægt að þysja (zoom) inn og út og horfa þannig á snertingar eftir mánuðum, vikum eða dögum
 • Fyrir stærri innleiðingar er hægt að taka tillit til "Kínamúra" og birta einnig táknmyndir þeirra snertinga sem notandi hefur ekki leyfi til að sjá nánari upplýsingar um
 • Auðveldar yfirsýn og ákvarðanatöku