Skip to the content

Viðskiptatengsl

Með harðnandi samkeppni verður sífellt mikilvægara að eiga góðar upplýsingar um viðskiptavinina. Við þurfum að vera í sambandi við rétta fólkið, halda utan um ábendingar, tækifæri og samskiptasöguna. Upplýsingaskráningin þarf að haldast í hendur við söluferlið sjálft og vera eðlilegur hluti af því. Með CRM-lausnum (Customer Relationship Management) geta fyrirtæki dregið úr kostnaði og aukið arðsemi með því að skipuleggja og sjálfvirknivæða viðskiptaferla sem stuðla að bættri þjónustu og aukinni ánægju viðskiptavina.

 

Annata Baseline er séraðlöguð útgáfa af Microsoft Dynamics CRM sem byggir á reynslu Annata frá innleiðingum.   Þar hafa form eins og fyrir viðskiptavini, tengiliði, sölutækifæri og mál verið verið séraðlöguð fyrir íslenskan markað og eins hafa mælaborð og hlutverk notenda verið stillt af með tilliti til þessa.

Hvað er eiginlega CRM Online?
Microsoft Dynamics CRM Online er viðskiptahugbúnaður í skýinu sem styður við ferla fyrirtækja í markaðssetningu, sölu og þjónustu (CRM).
Með Microsoft Dynamics CRM Online er hægt að auka tekjur, lækka kostnað og auka framleiðnistarfsmanna með sjálfvirkum og straumlínulöguðum ferlum. 

Microsoft Dynamics CRM gerir þér kleift að:

 • Halda utan um upplýsingar um viðskiptavini og tengiliði á einum stað
 • Skrá samskipti og hafa yfirlit yfir snertingar við viðskiptavini
 • Greina og flokka viðskiptavini og tengiliði í markhópa
 • Halda utan um söluverkefni og tilboð
 • Skrá, flokka og vinna úr málum og beiðnum
 • Hafa yfirsýn yfir öll gögn með grafískum skýrslum og mælaborðum

 

Prófaðu CRM Online frítt í 30 daga!

Hægt er að prófa Microsoft Dynamics CRM Online frítt í 30 daga án bindingar.

Skrá mig í prufuáskrift


Nákvæmlega leiðbeiningar um skref fyrir skref eru að finna hérna


Við getum líka aðstoðað þig við skráninguna ef þú vilt það frekar! Fylltu út formið hér fyrir neðan og við verðum í sambandi við þig.

Stjórnun viðskiptatengsla í skýinu

Skýjapakkinn auðveldar þér að hefja notkun á Microsoft Dynamics CRM Online og ná árangri hratt og örugglega. Skýjapakkinn er viðbót ofan á Microsoft Dynamics CRM Online og hefur verið þróaður af ráðgjöfum Annata eftir áralanga reynslu fyrir íslenskan markað, sem jafnframt er auðvelt að nýta í alþjóðlegu umhverfi. Skýjapakkinn innheldur einnig ráðgjöf, kennslu og þjónustu, svo Microsoft Dynamics CRM Online nýtist fyrirtæki þínu sem best. 

Skýjapakkinn gerir þér kleift að byrja smátt en auka við virkni með tíð og tíma. Hentar vel fyrirtækjum með 5 til 15 notendur í CRM. Með Skýjapakkanum getur þú sparað þér allt að 500.000 kr. í vinnuframlagi.

Hvað inniheldur Skýjapakkinn?

 • Annata Baseline- Byggt á reynslu Annata við innleiðingar á CRM.  Í Baseline er m.a. að finna séraðlöguð form fyrir viðskiptavini, tengiliði, sölutækifæri og mál. Eins er búið að stilla af mælaborð og hlutverk notenda.  Aðlaganir samsvara heilli vinnuviku (40 klst.)
 • Vinnustofa-  Vinnustofa með lykilstarfsfólki. Gróf yfirferð, helstu viðskiptaþarfir fyrirtækisins greindar og kerfið stillt af (8 klst.)
 • Kennsla fyrir lykilnotendur- Nytsamleg kennsla á kerfið svo hægt sé að miðla þekkingu áfram innanhúss (3 klst.)
 • Aðgangur að þjónustu- Klippikort fyrir þjónustu með 4 skiptum inniföldum (1 klipp = 15 mín.)
 • Tenging CRM gagna við Microsoft Outlook- Kennsla við að setja upp og nota CRM með Microsoft Outlook svo hægt sé m.a. að vista tölvupósta o.fl.
 • Innlestur á viðskiptamannalista- Sniðmát fyrir  gagnainnlestur fyrir viðskiptavini og kennsla á notkun þess.

 

Viltu tryggja að ábendingar frá viðskiptavinum séu afgreiddar fljótt og vel?

Ábendingar frá viðskiptavinum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar, eru verðmætar upplýsingar sem gera okkur kleift að gera þjónustu okkar til viðskiptavina enn betri.  Í fyrsta lagi þarf að tryggja að viðskiptavinum sé svarað með vigeigandi hætti innan settra tímamarka.  Rétt afgreiðsla ábendinga eykur traust viðskiptavina. Í öðru lagi þarf að tryggja réttan farveg ábendinganna, þannig að unnið sé úr þeim á réttum stöðum og að úrbætur séu gerðar á markvissan hátt til að koma í veg fyrir að frávik gerist aftur.

Með Microsoft Dynamics CRM er auðvelt að halda utan um skráningu á ábendingum, flokka þær og fá góða yfirsýn í rauntíma yfir stöðu mála.  Þannig er auðvelt að bregðast við þegar frávik mælast og vinna þannig strax að úrbótum.

 

Viltu fylgjast með nýjustu fréttum af þínum viðskiptavinum?  Fréttavaktin veitir notendum aðgang að fréttum af viðskiptavinum sínum, óháð miðli, inni í CRM.  Fréttavaktin er tengd upplýsingaveitu CreditInfo og því þurfa fyrirtæki að vera með aðgang að henni til að nýta sér lausnina. 

Hverjir eru kostir Fréttavaktarinnar?

 • Hún veitir upplýsingar um fyrirsögn, dagsetningu, fréttamiðil, stutta lýsingu ásamt hlekk í frétt
 • Fréttir birtast sjálfkrafa á viðskiptamannaspjaldi
 • Minnkar handavinnu við upplýsingaöflun um viðskiptavini
 • Auðveldar notendum að þekkja sína viðskiptavini og taka upplýstar ákvarðanir