Skip to the content

Vörustjórnun

Vörustjórnunarlausnin frá Microsoft Dynamics AX gerir viðskiptavinum kleift að aðlagast síbreytilegum þörfum til að tryggja sem mesta skilvirkni í starfseminni.  Hægt er að skipta svæðum eftir mikilvægi og loka svæðum til að stöðva hreyfingar á viðkomandi vörum.

Lausnin býður upp á flókna afgreiðslu- og dreifingarmöguleika og rennir þannig frekari stoðum undir dreifingu og vörustýringu hjá viðskiptavinum. 

Microsoft Dynamics AX hýsir alla aðfangakeðjuna og styður viðurkennda ferla við aðfangastýringu án þess að kaupa þurfi nýja vöruhúsalausn.

Microsoft Dynamics AX gerir ráð fyrir svæðaskiptingum eftir tegundum vara, t.d. vegna hitastigs eða veltuhraða. Staðsetningin er skráð í fimm þrepum þar sem hægt er að stilla stærðir á hilluplássi eða brettastærð. 

 

Annata býður einnig upp á tengingar við önnur vöruhúsakerfi og helstu sendingarkerfi um allt land.

 

Helstu einingar í lausninni eru: 

 • Áætlanagerð
 • Spávinnsla
 • Innkaup
 • Birgðir
 • Vöruhús
 • Tollavinnsla
 • Frísvæði
 • Sendingar og dreifing
 • Framleiðsla
 • Verkbókhald
 • Þjónustustjórnun