Skip to the content

Um Annata

Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og hefur frá stofnun lagt áherslu á þróun, ráðgjöf og þjónustu á lausnum byggðum á Microsoft Dynamics AX og Microsoft Dynamics CRM viðskiptalausnum. Með sérsniðnum lausnum tengdum Microsoft Dynamics AX hefur Annata náð að festa sig í sessi á alþjóðamarkaði með lausn sem ber heitið Annata Dynamics IDMS.  

Sérstaða Annata byggir á því að geta á einum stað boðið upp á ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu á Microsoft Dynamics AX og Microsoft Dynamics CRM en Annata er eini samstarfsaðili Microsoft á Íslandi með gullvottun í bæði viðskiptalausnum (AX) og viðskiptatengslum (CRM).

Reynsla starfsmanna Annata af innleiðingu á Microsoft Dynamics AX og CRM er einhver sú mesta sem þekkist á Íslandsmarkaði.

Fyrirtækið er alfarið í eigu lykilstarfsmanna.