Skip to the content

Fréttir

Power BI Morgunverðarfundur 23. nóvember 2017

14. nóvember 2017

Nú hefur aldrei verið auðveldara að safna saman, auðga og setja fram upplýsingar til að einfalda viðskiptalegar ákvarðanir og auka þannig sölu og bæta reksturinn.

Annata, í samstarfi við Microsoft á Íslandi, býður þér á morgunverðarfund hjá Annata á 10. hæð í Norðurturninum við Smáralind fimmtudaginn 23. nóvember nk. Þar förum við yfir hvernig við höfum nýtt Power BI til að birta upplýsingar frá ýmsum útgáfum af Dynamics AX og CRM.

Eftir fundinn verða ráðgjafar Annata til staðar‚ með uppsett Power BI, þar sem hægt verður að koma með óformlegar spurningar og prófa verkfærið.

Lesa meira

Annata kaupir breskt hugbúnaðarfyrirtæki

13. júní 2017

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Annata hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í breska hugbúnaðarfyrirtækinu IBRL Ltd. Markmiðið með kaupunum er að styrkja stöðu Annata í Bretlandi og nýta þekkingu starfsmanna IBRL til enn frekari sóknar frá skrifstofum félagsins í Manchester og Portsmouth. Starfsmenn sameinaðs félags verða 170 talsins á 15 skrifstofum í 12 löndum, og sinna þeir viðskiptavinum félagsins sem er að finna í yfir 50 löndum víðsvegar um heiminn.

Lesa meira

Annata er Fyrirmyndarfyrirtæki 2017

19. maí 2017

gær hlaut Annata viðurkenningu VR sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2017 í flokki stærri fyrirtækja (50 starfsmenn og fleiri). Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki

Lesa meira

Samþætting Microsoft Power BI og Dynamics 365 for Operations

9. maí 2017

Power BI er nýjasta viðskiptargreindartólið frá Microsoft sem skilar markvissum greiningum með framsetningu í gegnum Power BI Desktop, PowerBI.com eða smáforrit í snjalltækjum. Lausnin kom fyrst út haustið 2014 og hefur farið sigurför frá byrjun. Power BI nýtur nýjustu tækni frá Microsoft og styður kröfu um hraða, einfaldleika og aðlögun að stærð viðskiptavinar, en það er nú metið af Gartner sem eitt af bestu verkfærum á markaðinum innan Analytics. 

 

Lesa meira

Ert þú í sambandi...

24. apríl 2017

...við viðskiptavinina?  Annata, í samstarfi við Microsoft á Íslandi, býður þér á morgunverðarfund um Microsoft Dynamics CRM í skýinu og hvernig hægt er að byrja hratt og vel að nýta kosti þess.

Lesa meira

Annata leitar að starfsfólki

20. janúar 2017

Við hjá Annata erum að leita að öflugu fólki til að ganga til liðs við okkur. Ótrúleg tækifæri í boði fyrir rétta fólkið. Umsóknarfrestur er til 31. janúar.

Lesa meira

Næsta kynslóð viðskiptakerfa – Dynamics 365

1. nóvember 2016

Þann 16.nóvember n.k. mun Annata í samstarfi við Microsoft Íslandi frumsýna Microsoft Dynamics 365 í fyrsta sinn hér á landi. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Annata í Norðurturni (10.hæð) og hefst stundvíslega kl 8:45. Húsið opnar hins vegar kl. 8:30 þar sem gestum gefst kostur á að snæða ljúffengan morgunverð.

Lesa meira

Brimborg heldur áfram að fara nýjar slóðir í samstarfi við Annata

28. október 2016

Á haustmánuðum undirrituðu Annata og Brimborg samning þess efnis að hefja innleiðingu á Microsoft Dynamics CRM Online hjá félaginu sem mun tengjast Annata Dynamics IDMS lausninni og veita starfsmönnum Brimborgar betri sýn á viðskiptasamband sinna viðskiptavina. Ásamt innleiðingunni á Microsoft Dynamics CRM Online mun Brimborg taka í notkun samskipta- og markaðslausina ClickDimensions sem mun aðstoða fyrirtækið í rafrænni markaðssetningu og samskiptum við viðskiptavini sína.

Lesa meira

Microsoft kynnir til leiks Dynamics 365

24. október 2016

Dynamics 365 er nýjung frá Microsoft sem er safn af lausnum og þjónustum í skýinu sem gerir fyrirtækjum kleift að blanda saman aðgangi notenda að ákveðinni virkni og ferlum. Dynamics 365 sameinar kosti Dynamics AX og Dynamics CRM ásamt Power BI til greiningar á gögnum.

Lesa meira

Annata í nýjar höfuðstöðvar

21. september 2016

Annata flutti um helgina í nýjar höfuðstöðvar í Nýja Norðurturninum við Smáralind.

Lesa meira

Nýr vefur Annata á Íslandi

21. september 2016

Samhliða nýjum höfuðstöðvum hefur Annata tekið í notkun nýjan vef

Lesa meira