Skip to the content

Brimborg heldur áfram að fara nýjar slóðir í samstarfi við Annata

28. október 2016

Brimborg og Annata hafa um áraraðir verið í nánu samstarfi við þróun á Annata Dynamics IDMS lausninni sem er byggir á Microsoft Dynamics AX fyrir m.a. bílageirann. 

Á haustmánuðum undirrituðu Annata og Brimborg samning þess efnis að hefja innleiðingu á Microsoft Dynamics CRM Online hjá félaginu sem mun tengjast Annata Dynamics IDMS lausninni og veita starfsmönnum Brimborgar betri sýn á viðskiptasamband sinna viðskiptavina. Ásamt innleiðingunni á Microsoft Dynamics CRM Online mun Brimborg taka í notkun samskipta- og markaðslausina ClickDimensions sem mun aðstoða fyrirtækið í rafrænni markaðssetningu og samskiptum við viðskiptavini sína.

Brimborg er þó hvergi nærri hætt þar sem samhliða innleiðingu á Microsoft Dynamics CRM Online og ClickDimensions mun fyrirtækið einnig hefja notkun á Microsoft Power BI.

„Farsælt samstarf Brimborgar og Annata á sviði upplýsingatækni hefur skapað skilvirkari viðskiptaferla og gert Brimborg kleift að takast á við gríðarlegan vöxt samhliða bættri þjónustuveitingu. Samþætt upplýsingakerfi hefur styrkt stoðir okkar og leitt til framúrskarandi rekstrarárangurs.“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar