Skip to the content

Microsoft kynnir Dynamics 365

24. október 2016

Hvað er Microsoft Dynamics 365?

Dynamics 365 er nýjung frá Microsoft sem er safn af lausnum og þjónustum í skýinu sem gerir fyrirtækjum kleift að blanda saman aðgangi notenda að ákveðinni virkni og ferlum. Dynamics 365 sameinar kosti Dynamics AX og Dynamics CRM ásamt Power BI til greiningar á gögnum.

 

Með Dynamics 365 geta notendur nálgast í einu kerfi nokkur ólík ferli og virkni sem áður þurfti að flakka á milli kerfa í. Meðal ferla eru:

  • Rekstur (áður Dynamics AX)
  • Sölumál (áður Dynamics CRM)
  • Þjónustumál (áður Dynamics CRM)
  • Markaðsmál
  • Verkefnastýring

Dynamics 365 má nálgast beint á netinu og í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu og mun svokölluðum “öppum” fjölga til muna á næstu misserum til að auðvelda að vinna með ákveðna ferla á einfaldari hátt.

Af hverju Microsoft Dynamics 365?

Í gegnum tíðina hafa viðskiptakerfi eins og Dynamics AX innihaldið marga ólíka ferla sem henta misvel inní viðskiptakerfi. Á seinni árum hefur innleiðing á Dynamics CRM aukist til muna.  Í flestum tilfellum er CRM kerfi tengt við viðskiptakerfi til að tryggja gæði og flæði gagna (til dæmis viðskiptamannaupplýsinga). Með Dynamics 365 verða tengingar milli Dynamics kerfa hluti af grunnvirkni kerfanna og verkferlum notenda. Tengingarnar ná einnig inn í Office 365 þar sem notendur geta séð gögn og aðgerðir úr Dynamics 365 blandast inn í Outlook viðmótið. Þetta styttir leit að upplýsingum og gefur notendum færi á að sjá lykilupplýsingar úr viðskiptakerfum og hreyfa við ferlum í þeim frá tölvupóstum og fundum í Outlook.

Notendur sem vinna í mörgum ólíkum ferlum, eins og tíðkast oft á Íslandi, hafa þurft að flakka á milli ólíkra kerfa auk þess sem fjárfesta hefur þurft í hverju kerfi fyrir sig fyrir þá notendur, sem hefur verið kostnaðarsamt. Með Dynamics 365 geta notendur nálgast öll kerfi og ferla frá einum stað á netinu (í skýinu) auk þess sem fyrirtæki geta nú keypt leyfi sem hentar hverjum notanda óháð hvaða kerfi hann hefur þurft að vinna í áður. Notendur hafa aðgang að þeim ferlum og virkni sem hentar þeirra hlutverki og eingöngu greitt fyrir þann aðgang.

Fjárfesting í viðskiptakerfum hefur í gegnum tíðina verið kostnaðarsöm þar sem upphafs kostnaður er hár auk fjárfestingar í vélbúnaði þar sem viðskiptakerfi hafa almennt verið hýst innan fyrirtækja eða sérhæfðra aðila á því sviði hér á landi. Dynamics CRM hefur verið í boði í áksrift í skýinu í nokkur ár auk þess að vera í boði í eigin hýsingu (eins og Dynamics AX). Með Dynamics 365 er kostnaði dreift með jöfnum mánaðarlegum greiðslum í áskrift þar sem hægt er að fjölga og fækka leyfum eftir þörfum. Innifalið í áskrift og mánaðarlegum greiðslum er einnig hýsing á vélbúnaði fyrir Dynamics 365 svo ekki er þörf á fjárfestingu eða viðhaldskostnaði vegna þess.

Hvenær er Dynamics 365 aðgengilegt?

Frá og með 1. nóvember 2016 er hægt að kaupa Dynamics 365 og er aðgengilegt frá og með þeim tíma og byggir í grunninn á nýja AX (AX 7) og Dynamics CRM Online.

Nýr verðlisti frá Microsoft tekur gildi frá sama tíma og detta ákveðin leyfi úr gildi meðan önnur ný bætast við. Fyrir núverandi viðskiptavini í Dynamics AX og/eða Dynamics CRM, sem eiga leyfi þann 31. október 2016 eiga kost á sér kjörum til að færa sig í Dynamics 365 á næstu 3 árum, til 1. nóvember 2019.

 

Nánari upplýsingar um Microsoft Dynamics 365 er að nálgast hér