Skip to the content

Næsta kynslóð viðskiptakerfa – Dynamics 365

1. nóvember 2016

Nýverið kynnti Microsoft til leiks nýja kynslóð viðskiptakerfa undir yfirskriftinni Microsoft Dynamics 365. Þar sameina krafta sína gamlar og rótgrónar viðskiptalausnir, Dynamics AX og Dynamics CRM, ásamt nýjum lausnum eins og Power BI og Power Apps svo eitthvað sé nefnt. Það er ljóst að það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Microsoft sem og samstarfsaðilum um allan heim og um að gera að fylgjast vel með.

Þann 16.nóvember n.k. mun Annata í samstarfi við Microsoft Íslandi frumsýna Microsoft Dynamics 365 í fyrsta sinn hér á landi. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Annata í Norðurturni (10.hæð) og hefst stundvíslega kl 8:45. Húsið opnar hins vegar kl. 8:30 þar sem gestum gefst kostur á að snæða ljúffengan morgunverð.

Þátttökugjald er ekkert en mikilvægt er að skrá sig á morgunverðurfundinn. Skráning á fundinn fer fram hér

Dagskrá fundarins:

8:30      Húsið opnar – morgunmatur

8:45      Annata og Microsoft Dynamics 365 – Sigurður Hilmarsson, framkv.stjóri Annata

9:00      Hvað - Hvenær - Af hverju – Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkv.stjóri Microsoft Íslandi

9:15      Hvernig stunda ég viðskipti með Microsoft Dynamics 365

             - Verkferlar í næstu kynslóð viðskiptakerfa – Ráðgjafar Annata

10:45    Fundi lýkur