Skip to the content

Microsoft Power BI og Dynamics 365 for Operations

9. maí 2017

Power BI er nýjasta viðskiptagreindartólið frá Microsoft sem skilar markvissum greiningum með framsetningu í gegnum Power BI Desktop, PowerBI.com eða smáforrit í snjalltækjum. Lausnin kom fyrst út haustið 2014 og hefur farið sigurför frá byrjun. Power BI nýtur nýjustu tækni frá Microsoft og styður kröfu um hraða, einfaldleika og aðlögun að stærð viðskiptavinar, en það er nú metið af Gartner sem eitt af bestu verkfærum á markaðinum innan Analytics. 

Velgengni Microsoft með Power BI, skýrist af hluta til hversu einfalt, sjónrænt og hraðvirkt verkfærið er. Power BI bíður upp á fjölbreytta framsetningu á gögnum og leyfisskilmála sem bjóða upp á að hægt sé að fara út í viðskiptagreindarlausnir án stærri fjárfestinga á hug- eða vélbúnaði.

Í dag er mikið fjallað um sjálfsafgreiðslu í viðskiptargreind, og er oft talað um Power BI í því samhengi, en til viðbótar býður Power BI hugbúnaðurinn upp á Analytics sem og Advanced Analytics.

Samþætting Dynamics 365 og Microsoft Power BI gerir notendum kleift að virkja gagnasamstæður (data mash-up scenarios), sem krefjast aðgangs að ytri gagnalindum sem studdar eru með Power Query.  Þetta þýðir að enda notendur geta sérsniðið vinnusvæðið sitt í Dynamics 365 for operations með því að fella inn flísar sem hýstar eru á PowerBI.com, án þess að fara út fyrir vinnusvæðið.  Auk þess, vilji notendur fara dýpra í greininguna, er möguleiki á að bæta við beinum tenglum á Power BI skýrslurnar sem leiðir notanda á PowerBI.com.

Annata býður upp á að þróa staðlaðar lausnir áfram með viðskiptavini, eða sérsmíða lausnir sem einblýna á þarfir fyrirtækisins í viðskiptagreind.