Skip to the content

Störf í boði

Móttökustjóri

Við leitum að kröftugum, drífandi og skemmtilegum einstaklingi til að taka að sér daglegan rekstur á höfuðstöðvum okkar á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og krefst mikilla samskipta við viðskiptavini, samstarfsaðila og samstarfsfólk. 

Starfssvið

Móttaka og símsvörun
Samskipti við samstarfsfólk, viðskiptavini og birgja hérlendis og erlendis
Hægri hönd aðalbókara
Ýmsar útréttingar og úrlausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum fyrir hönd fyrirtækisins
 

Hæfniskröfur

  • Jákvæðni og skipulag
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þjónustulund, sveigjanleiki og samviskusemi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla úr atvinnulífinu við að sinna fjölbreyttum verkefum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur

Umsóknarfrestur er til 7. ágúst. 

Annata vill ráða, efla og halda hæfu starfsfólki til að vinna hjá fyrirtækinu.

Hér að neðan er hægt að senda inn almenna umsókn.