Skip to the content

Störf í boði

 

Ráðgjafi - Microsoft Dynamics 365 for Customer Engagement/CRM

Við leitum að skapandi og kraftmiklum einstaklingum til að vinna með viðskiptavinum okkar hér á landi og erlendis í framsæknum og spennandi verkefnum með áherslu á bestun sölu-, þjónustu- og markaðsferla. Verkefnin felast í ferlagreiningu, aðlögunum og þjálfun notenda. Haldgóð reynsla af notkun eða innleiðingu viðskiptahugbúnaðar er skilyrði.

Starfssvið

 • Greining og skjölun á þörfum og ferlum viðskiptavina
 • Náin vinna með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum
 • Þekkingaröflun og ráðleggingar varðandi útfærslur og lausnir
 • Stuðningur við stjórnendur og samstarfsfólk í notkun CRM
 • Aðlaganir og stillingar á kerfum
 • Kennsla og þjálfun notenda

Hæfniskröfur

 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður og geta til að finna bestu lausnirnar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Góð enskukunnátta

Sækja um 

Verkefnastjóri

Við leitum að verkefnastjórum til að stýra verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis í Microsoft Dynamics 365. Verkefnin lúta einnig að greiningu á ferlum, skjölun og ráðgjöf til viðskiptavina. Þekking og reynsla af ferlum tengdum innkaupum, vöruhúsum og birgðum er góður kostur. 

Starfssvið

 • Halda utan um, skipuleggja og tryggja framgang verkefna
 • Útfæra verkáætlanir, tímastjórnun og áhættugreiningar
 • Aðstoða teymi við að vinna á sem skilvirkastan máta
 • Utanumhald og skipulagning teyma
 • Miðla upplýsingum til stjórnenda og annarra hagsmunaaðila
 • Leiða vinnu við innleiðingar og eftirfylgni

Hæfniskröfur

 • Jákvæðni, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Frumkvæði og metnaður til að skara fram úr
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Geta til að halda utan um og fylgja eftir stöðu verkefna, kostnaði og umfangi
 • Geta til að ná heildarsýn yfir verkefni
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þekking og reynsla á verkefnastjórnun
 • Þekking á Agile, Scrum, Kanban er kostur
 • Góð enskukunnátta

Sækja um 

Forritari

Við leitum að úrræðagóðum og vandvirkum einstaklingum til að vinna með viðskiptavinum okkar hér á landi og erlendis í innleiðingum á Microsoft Dynamics 365 lausnum. Verkefnin felast í þróun, aðlögunum, úrvinnslu gagna og samþættingum við önnur kerfi. Þekking og reynsla af forritun í Microsoft viðskiptahugbúnaði er mikill kostur en góð almenn forritunarreynsla í .NET, JavaScript, HTML og vefþjónustum er einnig vel metin.

Starfssvið

 • Hönnun og forritun framlínulausna
 • Stillingar og aðlaganir í CRM
 • Samþætting við önnur kerfi
 • Aðlaganir, stillingar og úrvinnsla gagna

Hæfniskröfur

 • Góð þekking og reynsla í .NET og C#
 • Reynsla af CRM séraðlögunum kostur
 • Grunnþekking á sölu- og þjónustuferlum
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Geta til að vinna sjálfstætt og í hóp

Sækja um

Ráðgjafi - Microsoft Dynamics 365 for Finance & Operations/Ax

Við leitum að skapandi og kraftmiklum einstaklingum til að vinna með viðskiptavinum okkar hér á landi og erlendis í framsæknum og spennandi verkefnum. Verkefnin felast í ferlagreiningu, aðlögunum og þjálfun notenda. Haldgóð þekking á ferlum tengdum viðskiptavinum, lánadrottnum, birgðum og fjárhag sem og notkun eða innleiðingu viðskiptahugbúnaðar er skilyrði.

Starfssvið

 • Greining og skjölun á þörfum og ferlum viðskiptavina
 • Vinna náið með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum
 • Þekkingaröflun og ráðleggingar varðandi útfærslur og lausnir
 • Stuðningur við stjórnendur og samstarfsfólk í notkun kerfa
 • Aðlaganir og stillingar á kerfum
 • Kennsla og þjálfun notenda

Hæfniskröfur

 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður og geta til að finna bestu lausnirnar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Góð enskukunnátta

Sækja um

 

Hér að neðan er hægt að senda inn almenna umsókn.